Wednesday, September 9, 2009

Um Önnu Frank

Anna Frank fæddist í Frankfurt í þýskalandi árið 1929. Hún flutti til Hollands, til borgarinnar Amsterdam, með foreldrum sínum og Margot systur sinni árið 1939 vegna ofsókna nasista. Fjölskyldan var af gyðingaættum. Pabbi hennar átti fyrirtæki sem gekk vel og þau bjuggu í stóru húsi með garði. Adolf Hitler var leiðtogi nasista sem komust til valda í Þýskalandi 1933. Nasistar ofsóttu gyðinga sem smám saman var gert ókleyft að vera til. Fjölskyldan flúði til Hollands í von um betra líf. Þar komust nasistar einnig til valda og þá neyddist fjölskylda til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi ofan við fyrirtæki föður hennar í Amsterdam. Þar bjuggu þau í 25 mánuði eða alveg þangað til að þau voru svikin í hendur nasistum. Nasistarnir borguðu fólki fyrir upplýsingar og það hefur áreiðanlega gerst þarna. Nasistar handsömuðu fjölskylduna 4. ágúst 1944 og 3. september var hún send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Anna var svo síðar send í aðrar útrýmingarbúðir Bergen-Belsen. Í Bergen-Belsen dó Anna úr taugaveiki. Systir hennar Margot dó nokkrum dögum áður, í mars 1945, um níu mánuðum eftir handtökuna. Anna Frank varð aðeins fimmtán ára. Margot var þremur árum eldri og því 18 ára þegar hún lést.
6 milljónir gyðinga létust í útrýmingarbúðum nasista.

Um dagbókina

1942 fékk Anna Frank dagbók í afmælisgjöf þann 12. júní. Rúmum mánuði síðar var fjölskyldan komin í felur og Anna byrjaði að skrifa dagbók um það sem gerðist á háloftinu. Nokkrum sinnum sá hún nasista taka gyðinga og setja þá á trukk og keyra í burtu. Hún skrifaði um tréð fyrir utan húsið, fuglana og fólkið sem bjó með þeim á háaloftinu. Þegar nasistarnir náðu fjölskyldunni varð dagbókin eftir en nágrannar geymdu hana þar til pabbi hennar kom aftur eftir stríð, eini sem lifði af í fjölskyldunni. Dagbókin var gefin út og varð strax mjög vinsæl. Nú er búið að þýða Dagbók Önnu Frank á 31 tungumál.

Hús Önnu Frank

Núna er safn þar sem fjölskyldan faldi sig áður. Ég hef heimsótt safnið. Það var mjög gaman og skrýtið að sjá hvað herbergin voru lítil. Skemmtilegast fannst mér að fara upp leynistigann sem var bakvið stóran bókaskáp. Það var rosalega mikið af fólki í safninu en þangað koma milljón gestir á ári. Biðröðin var líka ferlega löng en við vorum heppin og komumst framfyrir því við vorum með miða.

Lokaorð

Mér finnst ömurlegt hvernig nasistarnir fóru með gyðingana og við megum aldrei gleyma því sem heimurinn hefur gert gyðingum og passa að það gerist ekki aftur.
Ég vona að þetta gerist aldrei aftur.